Grundvallarreglur sem styðja við Agile stefnuyfirlýsingu



Við fylgjum eftirfarandi grundvallarreglum:

Aðalmarkmið okkar er að fullnægja þörfum
viðskiptavinarins með skjótum og reglulegum
afhendingum á nothæfum hugbúnaði.

Bjóðum allar breytingar velkomnar,
jafnvel seint í þróunarferlinu. Agile ferlar beisla breytingar
og auka samkeppnishæfni viðskiptavinarins.

Afhendum nothæfan hugbúnað
með sem stystu millibili,
það er á tveggja vikna til tveggja mánaða fresti,
með áherslu á sem styst tímabil.

Viðskipta- og hugbúnaðarsérfræðingar verða að vinna saman
daglega allan verkefnistímann.

Byggjum verkefnin á áhugasömum einstaklingum.
Útvegum þeim það umhverfi og stuðning sem þeir þarfnast
og treystum þeim til að klára verkið.

Skilvirkasta og árangursríkasta leiðin til að miðla upplýsingum
til og innan þróunarteymis eru
samskipti augliti til auglitis.

Nothæfur hugbúnaðar er aðal mælikvarðinn
á framvindu verkefna.

Beiting Agile ferla stuðlar að jöfnu vinnuálagi.
Hlutaðeigendur, hugbúnaðarsérfræðingar og notendur
ættu að geta viðhaldið jöfnum vinnuhraða um óákveðinn tíma.

Sífelld áhersla á tæknileg gæði og góða hönnun
gefur meiri Agile eiginleika.

Einfaldleiki, listin að hámarka vinnuna
sem ekki er unnin, er grundvallaratriði.

Besta högunin, kröfulýsingin, og hönnunin
kemur frá teymum sem skipuleggja sig sjálf.

Reglulega endurmetur teymið hvernig
það getur náð meiri árangri og í kjölfarið
fínstillir og lagfærir vinnubrögð sín.




Aftur í stefnuyfirlýsingu